‘Bara þú’ er fyrsta lagið á plötunni “Orna” eftir Teit Magnússon. Leikstjóri: Sigurður Unnar Birgisson.

Útgáfutónleikar Orna eru 12. október í IÐNÓ.

Video for Bara þú (Only You) off the album Orna 2018. Produced, directed, filmed & edited by: Sigurður Unnar Birgisson.

Bara þú (Lag & texti: Teitur Magnússon) Páskahretið eltir mig norður á Strandir hér um bil þar vil ég skjóta niður rótum með þér fram yfir miðjan desember en þú ferð og mig skilur eftir sáran. Þar er trú á brostna von sem mig bugar nú bara þú. Vorgolan gælir vel við kinn vernd frá æðri mætti finn upp úr Djúpinu mig dró innri frið og sálar fró inn í ró og menn róa út á miðin af kvóta á nóg vil þig í mitt bú bara þú. Frá Langanesi og niður að Tá menn eltast friðlaust við sína þrá að lokum eldast og víðsýni ná þeim fallast hendur, þeim fórna og sjá þeim varð á því sældin bjó í þeim sjálfum og hver heilvita maður getur orðið að hálfum. Bara þú Yfirlýsing leikstjórans: Mér var í mun að fanga samskonar tón og ég upplifði í laginu sem ég sé sem óðs til einverunnar. Einveran á sér margar myndir. Mér fannst áhugavert að skoða eirð í einverunni. Hvað er til bragðs að taka til að finna þolinmæði fyrir eirðinni? Ég fékk föður minn til samstarfs. Honum fannst ekkert mál að vera fyrir framan myndavélina. Hann er fyrirferðarmikil persóna í mínu lífi og hugmyndagátt. Ég vil nota tækifærið og þakka honum fyrir traustið sem hann sýndi mér. Hann stóð sig með eindæmum vel. Sannkallað múvístar. Ég er sérstaklega ánægður með að fá hold í mynd. Sér í lagi eldra hold. Ég er sjálfur á erótísku tímabili í mínu lífi og tek öllum tækifærum til að vera í sexúalität fagnandi. -Sigurður Unnar Birgisson Hljóðfæraleikur: Teitur Magnússon: söngur, nælonstrengjagítar Ingibjörg Elsa Turchi: rafbassi Örn Eldjárn: rafgítar Arnljótur Sigurðsson: flautur Magnús Trygvason Eliassen: trommur Þorgerður Gefjun Sveinsdóttir: söngur Steingrímur Karl Teague: píanó Erling Bang: slagverk Upptökustjórn: Leifur Björnsson Hljóðblöndun og aðstoðar upptökustjórn: Mike Lindsay Hljóðjöfnun: Friðfinnur Oculus Sigurðsson Útsetningar voru í höndum Teits, Leifs, Arnljóts og Mike auk þess sem aðrir flytjendur útsettu sína parta. Upptökur fóru fram í Reykjavík, London, Amsterdam og Berlín 2016-2017. c & p – Allur réttur áskilinn Skúrinn útgáfa í samstarfi við Öldu 2018

Share